Rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi

Innfjarðarrækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi hafa gengið vel og er nú búið að veiða 2/3 af úthlutuðum kvóta á þessari vertíð, eða rúmum 300 tonnum sem öll hafa komið til vinnslu hjá Kampa.  Fimm bátar hafa stundað þessar veiðar og eru þrír þeirra búnir með sinn úthlutaða kvóta, þ.e Halldór Sigurðsson ÍS, Páll Helgi ÍS og Ásdís ÍS.    Sá kvóti sem eftir er, eða rúm 150 tonn, verða veidd af Val ÍS og Gunnvöru ÍS.  

 

 KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How