Innfjarðarrækja

Eftir rannsókn Hafrannsóknarstofnunar í október sl á innfjarðarrækjustofnum voru gefnar út heimildir til að veiða 456 tonn úr Ísafjarðardjúpi og 139 tonn úr Arnarfirði.   Einn bátur, Halldór Sigurðsson ÍS, hefur hafið veiðar í Djúpinu og leggur upp afla sinn hjá Kampa.  Aðrir bátar munu ekki hefja veiðar fyrr en eftir áramót.   

Unnið verður út þessa viku í vinnslunni hjá Kampa en þá tekur við tveggja vikna hefðbundið stopp í kringum jól og áramót sem notað er til að sinna ýmsu viðhaldi og uppfærslum á búnaði og tækjum vinnslunnar.

 KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How