Rækja af Íslandsmiðum á árinu

Nú er úthafsrækjuveiðum á þessu ári lokið og veiddu þrír bátar, Vestri BA, Ísborg ÍS og Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS úthafsrækju fyrir Kampa á árinu og lönduðu samtals 1.040 tonnum til vinnslu sem er rúm 24% af allri rækju sem veidd hefur verið á Íslandi það sem af er árinu.   Þá hafa rannsóknir á innfjarðarrækju staðið yfir að undanförnu á vegum Hafró og er niðurstöðu að vænta úr því á næstu dögum.   Á síðustu vertíð vann Kampi enga innfjarðarrækju heldur fóru þau 300 tonn sem var heimilað var að veiða í Ísafjarðardjúpi á þeirri vertíð til vinnslu annarsstaðar. 

 KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How