Fyrstu veiðiferð Ísbjarnar lokið

Frystitogarinn Ísbjörn ÍS kom inn til Ísafjarðar í morgun úr sinni fyrstu veiðiferð sem segja má að hafi verið prufutúr til að reyna skipið og búnað þess.  Ekkert stórvægilegt kom uppá í túrnum fyrir utan það að skipið þurfti að fara inn til Akureyrar í einn dag til að láta laga spilbúnað.  Þó er eitt og annað sem þarf að yfirfara og laga og verður unnið í því næstu daga hér á ...


Góð rækjuveiði í Djúpinu - Frétt af bb.is

bb.is | 26.03.2012 | 08:41Góð rækjuveiði í Djúpinu

Rækjubáturinn Aldan ÍS 47 kom til hafnar á Ísafirði á fimmtudag, með um 4,4 tonn af rækju sem veidd var fram af Bolungarvík. Mjög góð rækjuvæði hefur verið undanfarið að sögn Gísla Jóns Kristjánssonar, skipstjóra á Öldunni, en öllum aflanum hefur verið landað í Ísafjarðarhöfn þar sem hún er unnin í Kampa á ...


Fréttir af veiðum og vinnslu

Skuttogarinn Gunnbjörn ÍS 302 er byrjaður aftur á rækjuveiðum og hefur hann verið á veiðum fyrir norðan land og landað tvisvar á Dalvík núna í mars, alls tæpum 50 tonnum sem fóru í vinnslu hjá Kampa.  Gunnbjörn landar væntanlega aftur á Dalvík um miðja þessa viku.   Valbjörn ÍS 307 hefur verið á bolfiskveiðum í vetur og landaði síðast í Bolungarvík í morgun en mun fara í sinn fyrsta rækjuveiðitúr í ...


Ísbjörn kominn heim!

Ísbjörn ÍS 304 kom til heimahafnar á Ísafirði í fyrsta sinn kl. 17:30 í dag eftir að hafa lagt af stað úr höfn í Reykjavík í gærkvöldi og gekk siglingin vel.  Gunnbjörn ÍS 302 sem var að koma inn til löndunar á Ísafirði var samferða Ísbirninum inn Djúpið og að bryggju.  Ljósmyndir sem teknar voru við heimkomu skipsins má finna undir myndasafni hér að ofan.  Á Ísafirði tekur svo við vinna við að gera skipið ...


Ísbjörn siglir heim

Ísbjörn ÍS 304 lagði loks af stað frá Reykjavík í gærkvöldi og er væntanlegur til heimahafnar á Ísafirði seinnipartinn í dag, fimmtudaginn 2. febrúar.  Skipið var í prufusiglingum á Sundunum í Reykjavík í gær og lagði svo af stað heim að þeim loknum.


Fréttir af Ísbirni ÍS

Ísbjörn ÍS komst loksins aftur upp í slipp í vikunni og fór aftur niður í fyrradag.  Er hann nú við bryggju í Reykjavík þar sem unnið er í vélbúnaði og fleiru.  Enginn tímasetning er þó kominn um hvenær honum verður siglt til heimahafnar á Ísafirði en vonir standa til að það geti orðið í lok næstu viku eða í þarnæstu viku.
 KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How