Fréttir af vinnslu og rækjuveiðum

Unnið hefur verið á tvöföldum vöktum hjá Kampa frá því í maí og hefur vinnslan verið í gangi 16 klukkutíma á dag alla virka daga.  Verður unnið á tvöföldum vöktum að minnsta kosti framí miðjan júlí.   Engin sumarlokun verður í sumar frekar en undanfarin sumur. 

 

Aflabrögð þeirra skipa sem leggja ferskrækju upp hjá Kampa hafa verið ágætar að undanförnu.  Í vikunni lönduðu ...


Kampi ehf kaupir þrotabú Bakkavíkur í Bolungarvík

Kampi ehf hefur samið við Byggðastofnun um kaup á þrotabúi rækjuvinnslu Bakkavíkur í Bolungarvíkur sem varð gjaldþrota í apríl 2010 og var samningur þess efnis undirritaður nú í morgun.  Um er að ræða fasteignina Hafnargötu 86-90 í Bolungarvík ásamt véla- og tækjabúnaði.  Með kaupunum hyggst Kampi endurreisa atvinnustarfsemi í húsnæðinu og styrkja frekar við núverandi rekstur sinn.  Fyrirhugað er að ...


Af rækjuskipum og bátum

Á undanförnum vikum hafa fjórir rækjubátar sem veiða fyrir Kampa verið að veiðum við Snæfellsnes og landað afla sínum í Grundarfirði þaðan sem honum er ekið til Ísafjarðar.  Um er að ræða árstíðabundnar veiðar á þessu svæði sem venjulega lýkur um mánaðarmótin maí-júní.   Þetta eru Valbjörn ÍS, Ísborg ÍS, Aldan ÍS og Hera ÞH.  Gunnbjörn ÍS landaði ...


Rækjuveiðar á árinu

Það sem af er árinu hafa íslensk skip og bátar veitt rúm 3.900 tonn af rækju og hefur um fjórðungur af þeim afla komið til vinnslu hér í Kampa ehf.  Af þessum 3.900 tonnum eru um 2.300 tonn ferskrækja og hefur um þriðjungur af ferskrækjuafla ársins verið unnin hjá Kampa.


Ísborg ÍS að hefja rækjuveiðar

Ísborg ÍS 250 sem undanfarin ár hefur veitt rækju fyrir Kampa og mun gera þetta árið líka kom til heimahafnar á Ísafirði í gær eftir að hafa verið í slipp í Njarðvík undanfarnar vikur.  Ekki er hægt að segja annað en að skipið beri aldurinn vel og líti glæsilega út.   Um leið og Ísborgin verður tilbúinn þá mun hún fara á veiðar m.a í Kolluál en opnað verður fyrir veiðar þar um næstu helgi.


Ísbjörn farinn í Smuguna

Ísbjörn ÍS 304 lagði úr höfn á Ísafirði aðfaranótt 5. apríl sl eftir að búið var að landa aflanum úr fyrstu veiðiferðinni og unnið hafði verið að ýmsum lagfæringum á tækjum og búnaði.   Stefnan var sett á veiðar í Smugunni og tekur siglingin þangað um 5 sólahringa. KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How