Skipt um gufuketil

Enginn vinnsla hefur verið í rækjuvinnslu Kampa síðan fyrir jól og hefur tíminn verið notaður til að sinna ýmsum tilfæringum og viðhaldi í fyrirtækinu og ber þar hæst að skipt hefur verið um gufuketil.  Sá ketill sem fyrir var gekk fyrir olíu en í staðinn er kominn rafmagnsketill sem er mun umhverfisvænni og ódýrari kostur.  Þá hefur ýmis véla- og tækjabúnaður í vinnslunni verið uppfærður og/eða ...


Gleðileg jól

Kampi ehf óskar starfsfólki sínu, viðskiptavinum og landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.


Djúprækja til vinnslu hjá Kampa ehf

Eins og fram hefur komið lagði Hafrannsóknarstofnunin til að engar rækjuveiðar yrðu leyfðar í Ísafjarðardjúpi í vetur en stofnunin endurskoðaði þá niðurstöðu sína eftir frekari rannsóknir og lagði til að leyfðar yrðu veiðar á 300 tonnum af rækju í utanverðu Djúpinu.  Í desember og febrúar n.k stendur síðan til fara í rannsóknarleiðangra með heimabátum til að kanna frekar ástand rækjustofnsins í innanverðu ...


Rækja úr Arnarfirði til vinnslu hjá Kampa

Rækjuveiðar hófust í Arnarfirði sl fimmtudag eftir að gefinn hafði verið út 450 tonna rækjukvóti þar á þessu fiskveiðiári. Fjórir bátar ráða yfir þeim kvóta sem er til ráðstöfunar og hófu þrír þeirra veiði á fimmtudaginn en það eru Andri BA 101, Brynjar BA 128 og Ýmir BA 32 sem eru allir frá Bíldudal og munu þeir leggja upp hjá Kampa ehf í vetur. Aflabrögð þennan fyrsta veiðidag voru mjög ...


Stuðningur við yngriflokkastarf handboltans

Eins og kunnugt er voru rækjuveiðar leyfðar að nýju í Ísafjardjúpi á síðasta ári eftir um 10 ára hlé.  Einn þeirra rækjubáta sem lögðu upp hjá Kampa ehf var Aldan ÍS 47 frá Ísafirði. Vegna góðs árangurs og samstarfs Kampa og útgerðar Öldunnar á  vertíðinni ákváðu fyrirtækin að styrkja sameiginlega starf yngriflokka hjá handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði.   Afhentu fyrirtækin ...


Rækjuafli á nýliðnu kvótaári

Á síðasta kvótaári sem lauk sl föstudag voru veidd tæp 9.700 tonn af rækju á Íslandsmiðum og er þá meðtalin innfjarðarveiði í Djúpi og Arnarfirði sem og veiði í Kolluál.  Af þessum afla komu um 30% til vinnslu hjá Kampa ehf.  Þau rækjuskip sem lönduðu mestum afla til Kampa á kvótaárinu voru Gunnbjörn ÍS með 752 tonn, Ísborg ÍS  508 tonn, Valbjörn ÍS 407 tonn, Hera ÞH 367 tonn og Ísbjörn ÍS með 311 ...KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How