Stöðvun úthafsrækjuveiða - Boð í sjávarveislu

Eftir daginn í dag er öll úthafsrækjuveiði bönnuð það sem eftir er af þessu kvótaári samkvæmt tilkynningu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá 29 apríl sl.  Ennfremur segir í tilkynningunni frá ráðuneytinu að búast megi við að stjórn veiða á úthafsrækju komi til endurskoðunar fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs.

 

Þessi stöðvun veiða og sú óvissa sem er uppi varðandi ...


Rækjuafli

Nú er rækjuveiðum í Ísafjarðardjúpi endanlega lokið á þessari vertíð og voru það 8 bátar sem veiddu þau rúmu 500 tonn sem leyfilegt var að veiða.  Einungis var leyft að veiða í utanverðu Djúpinu.  Þá stunda sjö skip og bátar núna úthafsveiðar á rækju og landa hjá Kampa og þar af hafa þrjú þeirra stundað veiðar að undanförnu í Kolluál.  Landa þau á Grundarfirði þaðan ...


Viðbótarkvóti á rækju í Ísafjarðardjúpi

Gefinn hefur verið út 200 tonna viðbótarkvóti á rækju í Ísafjarðadjúpi sem bætast við þann 300 tonna kvóta sem gefinn var út í nóvember sl.    Nú eins og þá eru veiðar eingöngu leyfðar í utanverðu Djúpinu og mun allur aflinn koma til vinnslu hjá Kampa.


Aldrei fór ég suður

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður er haldin núna um páskana hér á Ísafirði í 10 sinn og er Kampi ehf einn af aðalstyrktaraðilum hátíðarinnar í ár (eða foreldri eins og forráðamenn hennar kjósa að kalla).   Nánari fréttir og fróðleik um hátíðina má finna á heimasíðu hennar www.aldrei.is og tónleikarnir á föstudags- og laugardagskvöld eru í beinni ...


Ísbjörn - The Movie

Ísbjörn ÍS 304 kom til hafnar á Húsavík af rækjumiðum fyrir norðan land um miðjan janúar sl en stoppaði stutt því erindið var eingöngu að sækja umbúðir og fleira.  Hafþór Hreiðarsson á Húsavík tók þá kvikmynd af skipinu og setti á internetið um síðustu helgi sem má sjá á þessari netslóð http://www.youtube.com/watch?v=XBFTnNqRayI

 


Af rækjuveiðum í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi

Af um 450 tonna úthlutuðum kvóta í Arnarfirði sem veiddur hefur verið af fjórum bátum eru í dag aðeins 16 tonn eftir óveidd og hafa veiðar þar gengið vel í haust og vetur.  Í viðtali við Fiskifréttir segir Jón Páll Jakobsson skipstjóri á Andra BA að þetta sé besta rækjuvertíðin sem hann hafi tekið þátt í.   

 

Þá er búið að veiða tæplega helming af 300 tonna úthlutuðum kvóta ...KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How