Rækja – fiskur – mjöl og mjólk!

Sumarið 2012 keypti Kampi ehf þrotabú Bakkavíkur í Bolungarvík með það í huga að endurreisa atvinnustarfsemi í húsnæðinu og styrka frekar við rekstur sinn.  Fyrir lá þó í upphafi að Kampi myndi ekki vera með rækjuvinnslu í húsinu.  Við kaupin var strax hafist handa við lagfæringar og viðhald utanhús þar sem það hafði verulega  látið á sjá þau ár sem það var ekki í notkun. ...


Af rækjuveiðum

Af um 941 tonna aflaheimild í rækju í Ísafjarðardjúpi á þessari vertíð er núna búið að veiða tæp 60% af úthlutuninni.   Sjö bátar hafa stundað veiðarnar fram að þessu og væntanlega bætast tveir bátar við eftir áramótin.   Veiðum á 200 tonna úthlutun sem gefin var út í Arnarfirði á þessari vertíð lauk í byrjun nóvember en þar stunduðu fjórir bátar veiðar.  ...


Veiðar á innfjarðarrækju í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði

Innfjarðarækjuveiðar hófust í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði sl þriðjudag og er úthlutaður kvóti í Djúpinu á þessari vertíð tæp 860 tonn og í Arnarfirði um 190 tonn.  Fjórir bátar veiða kvótann í Arnarfirði:  Ýmir BA, Brynjar BA, Andri BA og Egill ÍS og leggja þeir allir upp hjá Kampa.  Sex bátar eru byrjaðir að veiða í Djúpinu:  Halldór Sigurðsson ÍS, Valur ÍS, Gunnvör ÍS, ...


Fréttatilkynning frá Kampa ehf

Vegna árstíðabundinnar óvissu í hráefnismálum í rækju hjá Kampa ehf næstu mánuði sem og  vegna væntanlegs frumvarps sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu á úthafsrækju sem lagt verður fram á Alþingi á næstu vikum, þá stendur Kampi ehf frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja rekstur sinn.  Því var öllum starfsmönnum í rækjuvinnslu fyrirtækisins, alls 32 manns, sagt upp störfum frá og ...


Sumarlokun hjá Kampa

Í fyrsta sinn hefur Kampi ehf þurft að grípa til sumarlokunar í rækjuvinnslunni og er sú lokun tilkomin vegna veiðibanns á úthafsrækju sem hófst 1. júli sl. og stendur til loka þessa kvótaárs, 31. ágúst.   Engin vinnsla hefur því verið frá síðustu viku og verður væntanlega svo fram í miðjan ágúst.  Núna þegar um sex vikur eru þar til nýtt kvótaár hefst liggur enn ekki fyrir hvernig veiðum verður háttað ...


Stöðvun rækjuveiða og framtíðarskipan þeirra.

Í lok apríl sl. tilkynnti Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stöðvun á veiðum á úthafsrækju þann 1. júlí og að búast mætti við að stjórn veiða á úthafsrækju komi til endurskoðunar fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs. Þessi stöðvun veiða og sú óvissa sem nú er uppi varðandi stjórnun veiðanna á næsta og næstu fiskveiðitímabilum veldur rækjuvinnslum á Íslandi verulegum ...KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How