Ísbjörninn leigður til Grænlands

Ísbjörn ÍS 304 sem er í eigu Sædísar ehf, dótturfélags Kampa ehf og Birnis ehf, hefur verið leigður í verkefni til Grænlands.  Þar sem forsendur fyrir rekstri skipsins til rækjuveiða við Ísland og á fjarlægari miðum hafa ekki gengið eftir var ákveðið að leigja skipið tímabundið til grænlenskra aðila.   Þar verður hann notaður sem fljótandi frystihús og mun þar aðallega frysta grálúðu sem smærri bátar ...


Rækja – fiskur – mjöl og mjólk!

Sumarið 2012 keypti Kampi ehf þrotabú Bakkavíkur í Bolungarvík með það í huga að endurreisa atvinnustarfsemi í húsnæðinu og styrka frekar við rekstur sinn.  Fyrir lá þó í upphafi að Kampi myndi ekki vera með rækjuvinnslu í húsinu.  Við kaupin var strax hafist handa við lagfæringar og viðhald utanhús þar sem það hafði verulega  látið á sjá þau ár sem það var ekki í notkun. ...


Af rækjuveiðum

Af um 941 tonna aflaheimild í rækju í Ísafjarðardjúpi á þessari vertíð er núna búið að veiða tæp 60% af úthlutuninni.   Sjö bátar hafa stundað veiðarnar fram að þessu og væntanlega bætast tveir bátar við eftir áramótin.   Veiðum á 200 tonna úthlutun sem gefin var út í Arnarfirði á þessari vertíð lauk í byrjun nóvember en þar stunduðu fjórir bátar veiðar.  ...


Veiðar á innfjarðarrækju í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði

Innfjarðarækjuveiðar hófust í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði sl þriðjudag og er úthlutaður kvóti í Djúpinu á þessari vertíð tæp 860 tonn og í Arnarfirði um 190 tonn.  Fjórir bátar veiða kvótann í Arnarfirði:  Ýmir BA, Brynjar BA, Andri BA og Egill ÍS og leggja þeir allir upp hjá Kampa.  Sex bátar eru byrjaðir að veiða í Djúpinu:  Halldór Sigurðsson ÍS, Valur ÍS, Gunnvör ÍS, ...


Fréttatilkynning frá Kampa ehf

Vegna árstíðabundinnar óvissu í hráefnismálum í rækju hjá Kampa ehf næstu mánuði sem og  vegna væntanlegs frumvarps sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu á úthafsrækju sem lagt verður fram á Alþingi á næstu vikum, þá stendur Kampi ehf frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja rekstur sinn.  Því var öllum starfsmönnum í rækjuvinnslu fyrirtækisins, alls 32 manns, sagt upp störfum frá og ...


Sumarlokun hjá Kampa

Í fyrsta sinn hefur Kampi ehf þurft að grípa til sumarlokunar í rækjuvinnslunni og er sú lokun tilkomin vegna veiðibanns á úthafsrækju sem hófst 1. júli sl. og stendur til loka þessa kvótaárs, 31. ágúst.   Engin vinnsla hefur því verið frá síðustu viku og verður væntanlega svo fram í miðjan ágúst.  Núna þegar um sex vikur eru þar til nýtt kvótaár hefst liggur enn ekki fyrir hvernig veiðum verður háttað ...KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How