Veiðar á innfjarðarrækju frá í haust

Fimm bátar hafa stundað veiðar í Ísafjarðardjúpi frá því að þær hófust í október sl. og hafa veiðst um 311 tonn af þeim 750 tonnum sem var úthlutað.  Fjórir bátar stunda veiðar í Arnarfirði og leggur einn þeirra, Egill ÍS 77, upp hjá Kampa ehf.  Alls hafa veiðst 235 tonn í Arnarfirði það sem af er þessari vertíð.


Veiðar hafnar í Ísafjarðardjúpi

Gefinn hefur verið út 750 tonna rækjukvóti í Ísafjarðardjúpi á þessari vertíð og hóf einn bátur, Halldór Sigurðsson ÍS, veiðar í gær og þrír til viðbótar hófu veiðar í dag, Valur ÍS, Örn ÍS og Gunnvör ÍS.  Allir þessir bátar munu þeir leggja upp hjá Kampa ehf í vetur.  Líklegt er að átta bátar stundi veiðar í Djúpinu í vetur.


Birnir ehf hættir útgerð

Útgerðarfélagið Birnir ehf tók ákvörðun fyrr í sumar að hætta alfarið útgerð og selja skip sín,  Gunnbjörn ÍS 302 og Valbjörn ÍS 307.   Arnar Kristjánsson skipstjóri og útgerðarmaður á Ísafirði hefur keypt Gunnbjörn ÍS en fyrir á hann togskipið Ísborg ÍS 250 sem hann hefur gert út á rækjuveiðar og lagt upp hjá Kampa ehf.   Þá hefur Guðbjörn Jónsson sem verið hefur skipstjóri ...


Sumarlokun í rækjuvinnslu

Vegna veiðibanns á úthafsrækju sem tilkynnt var um að yrði sett á í sumar þá verður Kampi ehf að grípa til sumarlokunar í rækjuvinnslunni eins og á síðasta ári.  Stendur lokunin yfir í fjórar vikur frá og með 18. Júlí n.k.


Rækjuvertíð í Ísafjarðardjúpi lokið

Á rækjuvertíðinni sem nú er nýlokið í Ísafjarðardjúpi voru veidd um 1.115 tonn sem öll komu til vinnslu hjá Kampa ehf.  Alls stunduðu 9 bátar veiðar á þessari vertíð og lönduðu bátar H-G hf mestum afla, þ.e  Valur ÍS 223 tonnum og Örn ÍS 148 tonnum.


Ísbjörninn leigður til Grænlands

Ísbjörn ÍS 304 sem er í eigu Sædísar ehf, dótturfélags Kampa ehf og Birnis ehf, hefur verið leigður í verkefni til Grænlands.  Þar sem forsendur fyrir rekstri skipsins til rækjuveiða við Ísland og á fjarlægari miðum hafa ekki gengið eftir var ákveðið að leigja skipið tímabundið til grænlenskra aðila.   Þar verður hann notaður sem fljótandi frystihús og mun þar aðallega frysta grálúðu sem smærri bátar ...KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How