Innfjarðarveiðum lokið

Á yfirstandandi rækjuvertið í Ísafjarðardjúpi sem lauk nú í mánuðinum veiddust alls 771 tonn sem allt kom til vinnslu hjá Kampa ehf.  Af þessu magni landaði Halldór Sigurðsson ÍS mestu eða 173 tonnum.  Enn eru ónotuð milli 40-50 tonn af Djúprækju og til stendur að þau verði veidd síðar í sumar þar sem Val ÍS hefur verið veitt leyfi til tilraunaveiða á rækju í Djúpinu. 

 

Í Arnafirði veiddust 366 ...


Veiðar á innfjarðarrækju frá í haust

Fimm bátar hafa stundað veiðar í Ísafjarðardjúpi frá því að þær hófust í október sl. og hafa veiðst um 311 tonn af þeim 750 tonnum sem var úthlutað.  Fjórir bátar stunda veiðar í Arnarfirði og leggur einn þeirra, Egill ÍS 77, upp hjá Kampa ehf.  Alls hafa veiðst 235 tonn í Arnarfirði það sem af er þessari vertíð.


Veiðar hafnar í Ísafjarðardjúpi

Gefinn hefur verið út 750 tonna rækjukvóti í Ísafjarðardjúpi á þessari vertíð og hóf einn bátur, Halldór Sigurðsson ÍS, veiðar í gær og þrír til viðbótar hófu veiðar í dag, Valur ÍS, Örn ÍS og Gunnvör ÍS.  Allir þessir bátar munu þeir leggja upp hjá Kampa ehf í vetur.  Líklegt er að átta bátar stundi veiðar í Djúpinu í vetur.


Birnir ehf hættir útgerð

Útgerðarfélagið Birnir ehf tók ákvörðun fyrr í sumar að hætta alfarið útgerð og selja skip sín,  Gunnbjörn ÍS 302 og Valbjörn ÍS 307.   Arnar Kristjánsson skipstjóri og útgerðarmaður á Ísafirði hefur keypt Gunnbjörn ÍS en fyrir á hann togskipið Ísborg ÍS 250 sem hann hefur gert út á rækjuveiðar og lagt upp hjá Kampa ehf.   Þá hefur Guðbjörn Jónsson sem verið hefur skipstjóri ...


Sumarlokun í rækjuvinnslu

Vegna veiðibanns á úthafsrækju sem tilkynnt var um að yrði sett á í sumar þá verður Kampi ehf að grípa til sumarlokunar í rækjuvinnslunni eins og á síðasta ári.  Stendur lokunin yfir í fjórar vikur frá og með 18. Júlí n.k.


Rækjuvertíð í Ísafjarðardjúpi lokið

Á rækjuvertíðinni sem nú er nýlokið í Ísafjarðardjúpi voru veidd um 1.115 tonn sem öll komu til vinnslu hjá Kampa ehf.  Alls stunduðu 9 bátar veiðar á þessari vertíð og lönduðu bátar H-G hf mestum afla, þ.e  Valur ÍS 223 tonnum og Örn ÍS 148 tonnum.KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How