Veiðar ganga vel

Þegar þetta er ritað er búið að veiða um 72% af þeim afla sem leyft er að veiða af rækju í Ísafjarðardjúpi á þessari vertíð, eða 525 tonn af 730 tonnum.  Veiðar hófust í lok nóvember og hafa gengið vel en þó sérstaklega núna í janúar.  Í þeim mánuði veiddust 272 tonn, eða 37% kvótans, sem helgast af góðri veiði í utanverðu Djúpinu og ekki síður vegna óvenju góðs ...


Kampi og Aldrei fór ég suður

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem haldin hefur verið um páskana á Ísafirði árlega síðan árið 2004 verður að þessu sinni haldin í húsnæði (skemmu) í eigu Kampa ehf sem reist var á síðasta ári.  Þetta var tilkynnt formlega í dag.  Skemman stendur við Ásgeirsgötu og er áföst við frystigeymslu Kampa sem stendur við Suðurgötu.

 

Kampi ehf hefur styrkt hátíðina á ýmsan ...


Veiðar í Ísafjarðardjúpi

Sex bátar hafa stundað rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi frá því að veiðar hófust í lok nóvember og hafa þeir veitt 184 tonn af þeim um 700 tonnum sem úthlutað var á þessari vertíð og hefu sú rækja öll verið unnin hjá Kampa.  Tveir bátar til viðbótar munu síðan hefja veiðar eftir áramót þannig að í heildina verða átta bátar að veiðum á vertíðinni. 


Rækjukvóti í Djúpi og Arnarfirði

Fiskistofa hefur úthlutað rækjukvótum í Ísafjarðardjúpi og í Arnarfirði á þessari vertíð og er 700 tonna úthlutun í Djúprækju og 250 tonna úthlutun í Arnarfirði.  Sex bátar eru byrjaðir á veiðum í Ísafjarðardjúpi af þeim átta bátum sem væntanlega munu stunda veiðar þar í vetur og leggja þeir upp hjá Kampa. Veiðar í Arnarfirði eru ekki hafnar og óvíst á þessai stundu hvar sú ...


Sumarstopp í Kampa

Í vetur var ákveðið að hafa þriggja vikna sumarstopp í Kampa ehf nú sem byrjar 15. júlí og hefst vinnsla aftur 12. ágúst n.k.  Stoppið verður m.a notað til viðhalds og framkvæmda í vinnslunni.  Engar breytingar verða þó á móttöku fersks hráefnis af þeim skipum sem veiða fyrir Kampa með stoppið varir því það hráefni sem veiðist á meðan verður lausfryst og unnið síðar. 

 

Þrjú ...


Arnarborg ÍS 260

Fyrir um ári síðan keypti Sólberg ehf, sem er í eigu Arnars Kristjánssonar útgerðarmanns, togarann Gunnbjörn ÍS 302 af útgerðarfélaginu Birni ehf eins og áður hefur komið fram hér á síðunni.  Í gær kom skipið aftur til Ísafjarðar eftir að hafa verið í slipp á Akureyri undanfarnar vikur og þá nýmálað og undir nýju nafni, Arnarbog ÍS 260.  Ætlunin er að skipið fari á rækjuveiðar síðar í ...KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How