Afli af Íslandsmiðum

Þegar þetta er skrifað hafa skip útgerðarfélagsins Birnis ehf, Gunnbjörn ÍS og Valbjörn ÍS, veitt tæp 400 tonn af rækju sem öll hefur verið unnin hjá Kampa. Gunnbjörn ÍS landaði tæpum 32 tonnum á Ísafirði í gær og Valbjörn landaði fyrr í dag um 14 tonnum, einnig á Ísafirði. Síðar í þessum mánuði mun Ísborg ÍS 250 hefja veiðar og leggja upp hjá Kampa og í maí er líklegt að tveir til þrír minni ...


Vaktavinnu lokið

Síðasta föstudag lauk vaktavinnutörn hjá Kampa sem gekk vel í alla staði og eru öllum þeim sem að komu hér með færðar bestu þakkir, bæði föstum starfsmönnum Kampa og eins þeim sem ráðnir voru tímabundið á meðan vaktavinnan stóð yfir. Sem þakklætisvott býður Kampi þeim öllum í grillveislu síðar í dag.

 


Tvöfaldar vaktir hjá Kampa

Frá síðustu mánaðarmótum hefur verið unnið á tvöföldum vöktum hjá Kampa og verður svo út þennan mánuð. Ástæðan eru nýir samningar og aukin sala afurða næstu vikurnar og þurfti því að auka við afköstin tímabundið til að uppfylla óskir kaupenda. Vegna þessa þurfti að ráða 17 manns til viðbótar tímabundið á meðan þetta stendur yfir og voru margir þeirra sem ráðnir voru á ...


Fréttir úr vinnslunni

Unnið hefur verið alla daga frá áramótum í Kampa ehf og hefur uppistaða hráefnisins aðallega verið tvífryst hráefni frá Kanada, Noregi og Færeyjum. Gunnbjörn ÍS hefur að auki landað um 170 tonnum af ferskrækju af Íslandsmiðum til vinnslu hjá Kampa. Er sá afli fenginn úr fimm veiðiferðum, þar af tvær landanir á Húsavík. Um næstu mánaðarmót mun síðan Valbjörn ÍS hefja rækjuveiðar á ný eftir viðgerðir. Vonir ...


Fyrsta hráefni ársins af Íslandsmiðum

Gunnbjörn ÍS hóf veiðar á ný nú í janúar og landaði úr sínum fyrsta túr á Ísafirði þann 25. janúar sl. og var aflinn um 13 tonn. Hann landaði síðan aftur í gær, en nú á Húsavík og þá um 45 tonnum. Sá afli kemur til vinnslu hjá Kampa og er ekið landleiðina til Ísafjarðar í dag. Enn er unnið að viðgerðum í Valbirni ÍS eftir brunann og standa vonir til að hann verði tilbúinn á veiðar ...


Fréttir af skipum

Stefnt er að því að Gunnbjörn ÍS muni fara sinn fyrsta rækjutúr á þessu ári um miðjan þennan mánuð og eins og áður mun afli hans fara til vinnslu hér í Kampa. Þá stendur yfir viðgerð á Valbirni ÍS eftir bruna sem varð þar um borð 25 desember sl. sem olli töluverðum skemmdum í brú skipsins og mun sú viðgerð taka einhverjar vikur og því óljóst hvenær hann getur hafið veiðar á ný. KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How