Rólegt yfir rækjuveiðum

Í september var unnið á tvöföldum vöktum í vinnslunni eins og að var stefnt en frá og með síðustu mánaðarmótum verður unnið á einni vakt og verður svo út þetta ár að öllu óbreyttu. Rólegt hefur verið yfir veiðum á ferskrækju að undanförnu, afli orðinn tregur og rækjuskip að fá mun minni afla en á sama tíma í fyrra. Valbjörn ÍS hefur af þeim sökum hætt rækjuveiðum á þessu ári og stefnir ...


Kvótaáramót

Samkvæmt aflatölum Fiskistofu voru veidd 7.462 tonn af rækju við Ísland á síðasta kvótaári sem lauk um síðustu mánaðarmót. Til vinnslu hjá Kampa ehf komu um 1.840 tonn eða sem nemur tæpum 25% af allri veiddri rækju á kvótaárinu. Gunnbjörn ÍS veiddi rúmlega helminginn af þeirri rækju sem til vinnslu kom hjá Kampa, eða 958 tonnum, og var hann annar aflahæsta rækjuskipið á þessu kvótaári. Valbjörn ÍS var í 9 sæti yfir ...


Sumarið

Tvöfaldri vaktavinnu hjá Kampa ehf lauk í síðustu viku og hafði þá staðið yfir í 10 vikur. Mikið af aukafólki var ráðið á meðan vaktavinnunni stóð og þá bæði fólk af atvinnuleysisskrá og eins skólafólk. Núna í ágúst verður unnið á einfaldri vakt meðal annars til að allt fastráðna starfsfólkið geti tekið sitt sumarfrí en stefnan er síðan að vinna tvöfaldar vaktir í september. 


Vinnsla á ferskrækju

Kampi ehf hefur móttekið og unnið úr tæpum 1.000 tonnum af ferskrækju veiddum á Íslandsmiðum það sem af er árinu. Af því hefur Gunnbjörn ÍS veitt 583 tonn, Valbjörn ÍS 208 tonn og Ísborg ÍS 150 tonn. Heildarafli ársins af ferskrækju er orðin tæp 3.600 tonn og því hefur Kampi tekið til vinnslu um 28% af afla ársins og skip útgerðarfélagsins Birnis ehf veitt um 22% af afla ársins.


Starfsemin í sumar

Byrjað var að vinna á tvöföldum vöktum í þessari viku og verður þannig unnið út júlí mánuð. Hefur því þurft að fjölga starfsmönnum tímabundið eins og gert var í vaktavinnunni í mars sl. Í ágúst er síðan gert ráð fyrir því að vinna á hefðbundnum vinnutíma. Engin sumarlokun verður því hjá Kampa í sumar frekar en undanfarin sumur.


Aflafréttir

Kampi ehf hefur nú tekið við 600 tonnum af rækju til vinnslu sem veidd er á Íslandsmiðum og þar af hefur Gunnbjörn ÍS veitt um 430 tonn. Fjögur skip og bátar leggja nú upp hjá Kampa: Gunnbjörn ÍS, Valbjörn ÍS, Ísborg ÍS og Blómfríður SH. Þrjú þau síðastnefndu eru nú við veiðar í Kolluál og landa afla sínum í Ólafsvík og er honum ekið hingað til Ísafjarðar í vinnslu. Gunnbjörn landaði um 25 tonnum af ...KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How