Kampi ehf stefnir á vaktavinnu (Frétt af bb.is)

Togarinn Gunnbjörn ÍS hóf rækjuveiðar að nýju um miðjan síðasta mánuð eftir tæplega þriggja mánaða stopp. Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa ehf, segir aflabrögð hafa verið ágæt en mikil brælutíð hafi sett strik í reikninginn. „Á meðan olíuverðið er svona hátt, þá borgar sig ekki að hafa hann úti á sjó á meðan það er bræla, en þegar það gefur þá hefur verið ágætis ...


Gunnbjörn ÍS byrjar rækjuveiðar á ný

Gunnbjörn ÍS hefur nú hafið rækjuveiðar að nýju eftir tæplega þriggja mánaða stopp og landaði um 30 tonnum úr sinni annarri veiðiferð á árinu á Ísafirði í fyrradag. Aflinn fór allur til vinnslu í Kampa ehf og hélt Gunnbjörn aftur á veiðar í gær.    


Hráefni af Íslandsmiðum árið 2010

Kampi ehf tók á móti og vann úr 1.805 tonnum af rækju veiddri á Íslandsmiðum árið 2010 og er það tæp 24% af allri veiddri rækju á árinu sem var 7.763 tonn samkvæmt aflatölum Fiskistofu. Af aflanum til Kampa veiddi Gunnbjörn ÍS tæplega helminginn, eða 895 tonn, og var hann annað aflahæsta rækjuskipið yfir landið með 11,5% af heildarafla ársins. Ísborg ÍS veiddi 413 tonn eða 5,3% heildaraflans og Valbjörn ÍS veiddi 306 tonn eða tæp 4% af heildarafla ...


Löndun úr Remoy Viking

Í dag var unnið við að landa um 90 tonnum af iðnaðarrækju úr norska togaranum Remoy Viking sem verður unnin í Kampa eftir áramót ásamt öðru hráefni sem þá er væntanlegt.


Þakskipti

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að skipta um þak á hluta húsnæðis Kampa ehf og hafa þær í för með sér umtalsverðar breytingar á þakinu og ásýnd hússins. Eldra þakið var áður skáhallt en því er núna lyft upp, mænir er færður á mitt þak og þakið látið ganga framyfir veggi hússins á öllum hliðum. Það er verktakafyrirtækið Vestfirskir Verktakar hf sem sér um þessa ...


Rólegt yfir rækjuveiðum

Í september var unnið á tvöföldum vöktum í vinnslunni eins og að var stefnt en frá og með síðustu mánaðarmótum verður unnið á einni vakt og verður svo út þetta ár að öllu óbreyttu. Rólegt hefur verið yfir veiðum á ferskrækju að undanförnu, afli orðinn tregur og rækjuskip að fá mun minni afla en á sama tíma í fyrra. Valbjörn ÍS hefur af þeim sökum hætt rækjuveiðum á þessu ári og stefnir ...KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How