Enn unnið á vöktum

Enn er unnið á tvöföldum vöktum hjá Kampa og hefur verið ákveðið að svo verði áfram til síðari hluta ágúst mánaðar.  Ekkert vinnslustopp verður en þó hefur verið ákveðið að gefa starfsfólki aukafrí um verslunarmannahelgina og verður því engin vinnsla frá næsta fimmtudegi til miðvikudags í næstu viku.  Vegna þessa stopps lönduðu Gunnbjörn ÍS, Valbjörn ÍS og Ísborg ÍS öll á ...


Vinnsla og veiðar

Frá því í maí hefur verið unnið á tvöföldum vöktum hjá Kampa og er vinnslan í gangi í 16 klukkutíma á dag alla virka daga og verður svo að minnsta kosti út júlí mánuð.  Engin sumarlokun er fyrirhuguð hjá Kampa í sumar frekar en undanfarin sumur.

Aflabrögð þeirra skipa sem leggja upp hjá Kampa hafa verið með ágætum að undanförnu og til marks um það þá landaði Gunnbjörn ÍS um 50 tonnum á ...


Steffen C

Rækjutogarinn Steffen C frá Nuuk á Grænlandi landaði iðnaðarrækju á Ísafirði í dag sem fer til vinnslu hjá Kampa.  Þetta er þriðji erlendi rækjutogarinn sem landar afla sínum á Ísafirði á stuttum tíma og þar sem aflinn fer til vinnslu hjá Kampa.  Grænlenski togarinn Regina C, sem er í eigu sömu útgerðar og Steffen C, landaði um mánaðarmótin mars/apríl og kanadíski togarinn Newfound Pioneer landaði fyrir hálfum mánuði ...


Newfound Pioneer

Kanadíski rækjutogarinn Newfound Pioneer kom til hafnar á Íasfirði í gær til löndunar og fer öll iðnaðarrækja skipsins til vinnslu hjá Kampa.  Héðan fer togarinn til Akureyrar í slipp.


Rækjuveiðar

Gunnbjörn ÍS landaði rúmum 30 tonnum af rækju á Húsavík í gær og er aflanum ekið til Ísafjarðar í vinnslu hjá Kampa.  Um páskana opnast síðan fyrir veiði í Kolluál og munu tvö skip, Valbjörn ÍS og Ísborg ÍS, hefja rækjuveiðar þar fyrir Kampa eftir páska.


Regina C landar á Ísafirði

Grænlenski frystitogarinn Regina C, sem skráður er í Nuuk, landaði í gær á Ísafirði frosinni iðnaðarrækju til vinnslu hjá Kampa ehf.  Héðan fór skipið svo til Akureyrar í slipp.  Gunnbjörn ÍS landaði á Ísafirði í fyrradag 40 tonnum af ferskrækju og hélt hann strax aftur á veiðar að löndun lokinni.
 KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How