Ísbjörn ÍS 304 í Reykjavíkurhöfn

Frystitogarinn Ísbjörn ÍS 304 er nú í höfn í Reykjavík og má sjá myndir af honum þar og eins í slipp í Reykjavík undir myndasafni.  Vegna tafa sem orðið hafa á afhendingu varahluta erlendis frá þá er ljóst að skipið mun ekki koma til heimahafnar á Ísafirði fyrr en í janúar.  Vegna fyrirspurna um skipspláss viljum við benda þeim sem áhuga hafa á að senda umsókn í tölvupósti til Guðbjarts Jónssonar ...


Kampi ehf og Birnir ehf kaupa frystitogara

Forsvarsmenn Kampa ehf og útgerðarfélagsins Birnis ehf undirrituðu í Reykjavík í dag samning um kaup á frystitogaranum Borgin af Íslandsbanka.  Með kaupunum er ætlunin að treysta enn frekar hráefnisöflun fyrir Kampa af eigin skipum.  Skipið verður í Reykjavík næstu vikurnar þar sem það verður yfirfarið og tekið í slipp.  Ef allar áætlanir ganga eftir má eiga von á því að það komi til heimahafnar á Ísafirði núna í ...


Mikil veiði á Djúprækju

Veiðar á rækju í Ísafjarðardjúpi hófust síðasta mánudag og má með sanni segja að veiðin hafi verið ævintýraleg alla vikuna.  Sem dæmi má nefna að Aldan ÍS 47, sem leggur upp hjá Kampa, veiddi 62 tonn í vikunni og hefur aflinn verið allt uppí 16 tonn á einum veiðidegi.  Í gær, föstudag, veiddi Aldan 14 tonn og má sjá myndir af löndun aflans í gærkvöldi í myndasafnstenglinum hér fyrir ofan.


Djúprækja til vinnslu í Kampa

Eftir 8 ára veiðibann á rækju í Ísafjarðardjúpi hófust loks veiðar þar aftur á ný í gær.  Aldan ÍS 47 landaði 7 tonnum á Ísafirði í gærkvöldi og fer aflinn til vinnslu hjá Kampa.  Skipstjóri og eigandi Öldunnar er Gísli Jón Kristjánsson.


Hafrannsóknarstofnun leggur til 1.000 tonna aflamark á rækju í Ísafjarðardjúpi

Hafrannsóknarstofnun hefur lokið árlegri stofnmælingu á rækju á grunnslóð vestan og norðanlands.  Rækjustofninn í Ísafjarðardjúpi hefur verið í lægð og ekki hefur verið veitt úr stofninum frá árinu 2003 en stofnvísitala rækju í Ísafjarðardjúpi mældist nú yfir meðallagi. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að opnað verði fyrir rækjuveiðar í djúpinu með 1.000 tonna aflamarki.

 

Sjá ...


Tvöföldum vöktum lokið og unnið við þakskipti

Vinnu á tvöföldum vöktum lauk hjá Kampa nú um mánaðarmótin og var því unnið í tæpa 5 mánuði á tvöföldum vöktum á þessu ári.  Mikið af aukafólki var ráðið á meðan vaktavinnan stóð yfir, þá bæði fólk af atvinnuleysiskrá og eins skólafólk.   Núna í ágúst hófst síðan vinna við áframhaldandi þakskipti hjá Kampa sem byrjað var á á ...KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How