Birnir ehf

Birnir ehf. er stærsti hluthafinn í Kampa ehf og gerði út tvö togskip, Gunnbjörn ÍS-302 og Valbjörn ÍS-307. Bæði skipin voru gerð út á rækju- og bolfiskveiðar og fór allur rækjuafli þeirra til vinnslu hjá Kampa ehf.

 

Fyrirtækið var stofnað 29. febrúar 1992 af feðgunum Jóni Guðbjartssyni og Guðbjarti Jónssyni og keypti það sama ár vélbátinn Kristján Þór EA-701 frá Dalvík af Snorra  Snorrasyni útgerðarmanni.   Fékk hann þá nafnið Gunnbjörn ÍS-302.   Báturinn var smíðaður í Njarðvík árið 1984 sem Haukur Böðvarsson ÍS-847 og var þá 57 brl. Árið 1996 var hann lengdur og breikkaður í Póllandi og árið 2000 var smíðuð á hann ný brú og nýr skutur í Póllandi. Árið 2007 fékk hann einkennisnúmerið ÍS-307 og árið 2009 fékk hann nafnið Valbjörn og hélt þá sama einkennisnúmeri.

 

Árið 2007 bætti Birnir ehf svo við öðru skipi þegar skuttogarann Framnes ÍS-708 var keyptur af Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru hf og fékk hann þá nafnið Gunnbjörn ÍS-302, sama nafn og það skip sem fyrir var en sá fékk þá einkennisnúmerið ÍS-307. Báru bæði skipin því nafnið Gunnbjörn í tvö ár þar til nafni þess minna var breytt í Valbjörn eins og hér var nefnt á undan. 

 

Haustið 2007 hafði Birnir ehf forgöngu um að stofna Kampa ehf til að kaupa þrotabú rækjuvinnslunnar Miðfells hf á Ísafirði sem hafði orðið gjaldrþota í júlí það ár. Birnir ehf hafði verið í viðskiptum við Miðfell hf og lagt upp rækjuafla skipa sinna fram að því að það fyrirtæki fór í þrot. Rekstur Birnis ehf og Kampa ehf er algjörlega aðskilin.

 

Birnir ehf hætti allri útgerð árið 2014 og seldi þá bæði Gunnbjörn ÍS og Valbjörn ÍS.  

Í október 2011 stofnaði Birnir ehf ásamt Kampa ehf útgerðarfyrirtækið Sædísi ehf um kaup og rekstur á frystirogaranum Ísbirni ÍS-304 og var fyrirtækið að jöfnu í eigu Birnis og Kampa.  Útgerð skipsins var hætt og það sel til Spánar árið 2016.


KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How