Gæðamál

Kampi ehf.  framleiðir heilnæmar rækjuafurðir sem uppfylla væntingar kröfhörðustu viðskiptavina.

Gæðastefna
Gæðastefna Kampa ehf er sú að öll vara er fyrirtækið framleiðir, hráefni og önnur efni er fyrirtækið notar í framleiðslu sína standist þær kröfur er fyrirtækið gerir og fullnægi kröfum viðskiptavina.  Einnig leitast Kampi ehf við að uppfylla og samræma kröfur eftirlitsaðila og fullnægja öllum lagalegum kröfum og tryggi öryggi neytenda og mæti væntingum þeirra til afurða sem Kampi ehf framleiðir.

Tilgangur gæðakerfisins
Tilgangur gæðakerfisins er að hafa stjórn á gæðum framleiðslu Kampa ehf  þannig að væntingum viðskiptavina fyrirtækisins sé fullnægt og kostnaður af völdum mistaka í framleiðslunni sé haldið í lágmarki.

Umhverfisstefna
Kampi ehf er matvælafyrirtæki og stefnir að umhverfisvænum rekstri, sem byggir á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Vinnsluleyfi og vottanir

  • Kampi ehf er með vinnsluleyfi frá Fiskistofu og er með vinnsluleyfisnúmerið IS-05405
  • Kampi ehf er með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gildir til ársins 2019
  • Kampi ehf er með vottun frá EFSIS/SaiGlobal  

KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How