Nafnið Kampi

Nafn fyrirtækisins, Kampi, er dregið af orðinu "kampalampi" eða "stóri-kampalampi" en það var íslenska heitið á þeirri rækju sem byrjað var að veiða hér við land á fjórða áratug síðustu aldar.   (á latínu: Pandalus borealis) 

Upphaf veiða og vinnslu á rækju/kampalampa má rekja aftur til ársins 1934 þegar Simon Olsen og Ole G. Syre hófu fyrir alvöru rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi og gerðu út frá Ísafirði. Þeir höfðu þó stundað tilraunaveiðar nokkrum árum fyrr.

Í samstarfi við fleiri aðila stofnuðu þeir á þessum árum félagið H.f. Kampalampi í þeim tilgangi að stofnsetja rækjuverksmiðju.

Frekari fróðleik um upphaf rækjuveiða við Ísland má finna hér.

Nafnið Kampi beygist þannig:
          nf:   Kampi
          þf:   Kampa
          þgf: Kampa
          ef:   Kampa


KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How