Rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi

Innfjarðarrækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi hafa gengið vel og er nú búið að veiða 2/3 af úthlutuðum kvóta á þessari vertíð, eða rúmum 300 tonnum sem öll hafa komið til vinnslu hjá Kampa.  Fimm bátar hafa stundað þessar veiðar og eru þrír þeirra búnir með sinn úthlutaða kvóta, þ.e Halldór Sigurðsson ÍS, Páll Helgi ÍS og Ásdís ÍS.    Sá kvóti sem eftir er, eða rúm ...


Laust starf vélgæslumanns hjá Kampa ehf

Kampi ehf óskar eftir að ráða vélgæslumann til vélgæslu og viðhaldsvinnu í rækjuvinnslu fyrirtækisins á Ísafirði. 

Í starfinu felst m.a almenn vélgæsla, eftirlit með frystivélum og viðhald og viðgerðir á tækjum og búnaði rækjuvinnslunnar ásamt öðrum ...


Innfjarðarrækja

Eftir rannsókn Hafrannsóknarstofnunar í október sl á innfjarðarrækjustofnum voru gefnar út heimildir til að veiða 456 tonn úr Ísafjarðardjúpi og 139 tonn úr Arnarfirði.   Einn bátur, Halldór Sigurðsson ÍS, hefur hafið veiðar í Djúpinu og leggur upp afla sinn hjá Kampa.  Aðrir bátar munu ekki hefja veiðar fyrr en eftir ...


Kampi fjárfestir í karakerfi

Kampi ehf hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X og er áætlað að byrjað verði að nota búnaðinn að fullu í febrúar á næsta ári.  Ávinningurinn af þessari fjárfestingu eru aukin afköst, öryggi og sjálfvirkni rækjuvinnslunnar m.a með minni notkun lyftara og betri meðhöndlun á hráefni og körum. Vegna ...


Rækja af Íslandsmiðum á árinu

Nú er úthafsrækjuveiðum á þessu ári lokið og veiddu þrír bátar, Vestri BA, Ísborg ÍS og Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS úthafsrækju fyrir Kampa á árinu og lönduðu samtals 1.040 tonnum til vinnslu sem er rúm 24% af allri rækju sem veidd hefur verið á Íslandi það sem af er árinu.


Úthafsrækjuveiðar

Þrjú skip sem eru á úthafsrækju leggja upp hjá Kampa á þessari vertíð,  Vestri BA 63, Ísborg ÍS 250 og nýliðinn Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 (áður Stígandi VE).  Rækjuskip hafa að undanförnu bæði verið á úthafsrækju fyrir norðan land og einnig stundað veiðar við Snæfellsnes (í Kolluál) og þá oftast landað á Grundarfirði þar sem aflanum hefur verið ekið til vinnslu í ...KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How